15.02.2011

4,7 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Alcan vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá 24. september 2010 til og með 24. janúar 2011. Styrkveitingar að þessu sinni námu 4,7 milljónum króna. Sjóðnum bárust alls 54 umsóknir en styrkþegar voru 14.
 
Samfélagssjóður Alcan styrkir verkefni í eftirfarandi málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem Alcan á Íslandi hf. leggur áherslu á:

  • Heilsa og hreyfing
  • Öryggismál
  • Umhverfismál
  • Menntamál
  • Menningarmál, þar með talin góðgerðarmál og samfélagsverkefni af ýmsu tagi

Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
stuðningur við nýsköpunarverkefni í áfanganum Hönnun X, kr. 1.200.000

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs
vegna uppgræðslu lands við Sveifluháls, kr.1.000.000

Verkiðn
til stuðnings félaginu og vegna keppnisferðar á Worldskills 2011, kr. 500.000

Íþróttasamband Fatlaðra
vegna þátttöku á Alþjóðasumarleikum Special Olympics í Aþenu, kr. 400.000

Krabbameinsfélag Íslands
vegna reksturs Ráðgjafarþjónustunnar, kr. 400.000

Berent Karl Hafsteinsson
vegna forvarnarverkefnis, kr. 320.000

Garðar Garðarsson
vegna heimildarmyndar um störf Landhelgisgæslunnar, kr. 300.000

Íþróttafélagið Fjörður
vegna skipulagningar Íslandsmóts Íþróttasambands Fatlaðra, kr. 200.000

Anna María Sigurjónsdóttir
vegna útgáfu ljósmyndabókar, kr. 100.000

Óperukór Hafnarfjarðar
vegna útgáfu geisladisks, kr. 100.000

Félagsmiðstöðin Aldan
vegna starfsemi forvarna- og sjálfseflingarhópa, kr. 50.000

Steinþór Níelsson
vegna sam-evrópsks framhaldsnemadags í jarðhitafræðum, kr. 50.000

Rótararctklúbburinn Geysir
vegna hjálparstarfs á Indlandi, kr. 50.000

Helga María Vilhjálmsdóttir
vegna keppnisferða, kr. 50.000


« til baka

Fréttasafn