25.05.2011

Úrvinnsla styrkumsókna hafin

Úrvinnsla umsókna sem bárust Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi er hafin. Mikill fjöldi umsókna barst og mun úthlutunarnefnd skila niðurstöðum eins fljótt og auðið er. Búast má við að niðurstöður liggi fyrir í júní mánuði. Haft verður samband við alla umsækjendur þegar úthlutun lýkur.

Umsóknir sem bárust á tímabilinu 21. janúar til 31. maí verða teknar til skoðunar. Þær umsóknir sem berast eftir 31. maí verða teknar til skoðunar á næsta úthlutunartímabili.


« til baka