19.01.2012

Útskrifað úr framhaldsnámi Stóriðjuskólans í Straumsvík í þriðja sinn

Þrettán nemendur útskrifuðust úr framhaldsnámi Stóriðjuskólans í Straumsvík í gær en þetta var þriðji hópurinn sem lýkur því námi. Stóriðjuskólinn hóf starfsemi árið 1998 og frá þeim tíma hefur 241 nemandi útskrifast, 206 úr grunnnámi skólans og 35 úr framhaldsnámi. Hópurinn sem útskrifaðist í gær hóf nám í september 2010.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, ávarpaði samkomuna og sagði meðal annars: „Hópurinn sem útskrifast hér í dag er bæði metnaðarfullur og kraftmikill. Nemendur standa hér reynslunni ríkari með nýja þekkingu og verkfærakistu fulla af nýjum tólum til að takast á við fjölbreyttari verkefni og áskoranir.“

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var viðstaddur athöfnina og sagði það mikla ánægju að fá að ávarpa útskriftarnema og gesti við þetta tilefni. „Stóriðjuskólinn gegnir mikilvægu hlutverki. Á tímum efnahagsþrenginga skiptir miklu máli að styrkja stöðu menntunar og eiga forsvarsmenn álversins hrós skilið fyrir að standa fyrir námi sem þessu.“ Hann sagði útskriftarnema nú enn betur reiðubúna að takast á við krefjandi verkefni og frekari starfsþróun.

Útskriftarnemarnir, sem nú hljóta titilinn Áliðjugreinir, eru eftirtaldir: Baldur Bjarki Guðbjartsson, Bjarni Gunnarsson, Björn Friðriksson, Frosti Sigurgestsson, Guðfinnur Jón Karlsson, Halldóra Gunndórsdóttir, Helgi Kuldeep Kumar, Helgi Þórðarson, Ingvar Már Leósson, Jóhann Arnar Kristinsson, Sigurður J. Haraldsson, Sigurður Ólafsson og Ægir Þorleifsson.

Viðurkenningu fyrir bestan námsárangur hlutu:

  • 1. Ægir Þorleifsson, aðaleinkunn 8,68
  • 2.-3. Baldur Bjarki Guðbjartsson, aðaleinkunn 8,64
  • 2.-3. Bjarni Gunnarsson, aðaleinkunn 8,64

Að auki hlutu þrír nemendur sérstaka viðurkenningu fyrir 100% mætingu: Helgi Kuldeep Kumar, Baldur Bjarki Guðbjartsson og Sigurður Ólafsson.

Helgi Þórðarson ávarpaði gesti fyrir hönd útskriftarnemenda. Helgi lauk grunnnámi Stóriðjuskólans árið 2007 og sagði að námið hefði kveikt hjá sér frekari löngun til náms. Hann hóf fjarnám í kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík og stundaði á sama tíma framhaldsnám í Stóriðjuskólanum. Hann státar nú af þeim einstaka árangri að útskrifast tvisvar í sömu vikunni, sem áliðjugreinir og kerfisfræðingur. „Stóriðjuskólinn er uppspretta tækifæra til frama innan fyrirtækisins fyrir þá sem hafa til þess metnað og vilja.“

Framhaldsnámið stendur þeim starfsmönnum til boða sem hafa iðnmenntun eða hafa lokið grunnnámi í Stóriðjuskólanum. Auk sérfræðinga álversins í Straumsvík, sem sinna kennslu samhliða reglubundnum störfum sínum, er kennslan í höndum samstarfsaðila frá Borgarholtsskóla, Tækniskólanum, Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum, Enskuskólanum og Dale Carnegie. Skipulag og umsjón með náminu er í höndum Kristínar Birnu Jónasdóttur sem gegnir stöðu leiðtoga fræðslumála hjá álverinu í Straumsvík á meðan Harpa Björg Guðfinnsdóttir er í fæðingarorlofi.

Fram kom í máli Rannveigar Rist að Stóriðjuskólinn hefði haft jákvæð áhrif á reksturinn á undanliðnum árum og nefndi t.d. að slysum hefði fækkað og framleiðni aukist. „Ég er sannfærð um að þennan góða árangur megi að miklu leiti rekja til Stóriðjuskólans og því góða starfi sem þar er unnið. 


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar