28.01.2015

Viðgerð lokið á þurrhreinsistöð

Þurrhreinsistöð sem bilaði laust fyrir hádegi í dag er nú komin í fullan rekstur á ný. Bilunin olli því að ekki var afsog af kerum í hálfum kerskála 1 og hálfum kerskála 2 frá klukkan 11:00 til 13:45. Eins og gefur að skilja var óvenjulega mikill reykur frá álverinu á meðan stöðin var úti.


« til baka