24.01.2005

Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Íslensku bjartsýnisverðlaunin vegna ársins 2004, áður Bjartsýnisverðlaun Brøstes, voru afhent í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs, þann 24. janúar.  Verðlaunahafi vegna ársins 2004 er Dagur Kári Pétursson, kvikmyndaleikstjóri og tónlistarmaður. Alcan á Íslandi er bakhjarl verðlaunanna, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari þeirra og hann afhenti Degi Kára verðlaunin; verðlaunagrip úr íslensku áli og 500 þúsund krónur í verðlaunafé.

 Dagur Kári er fæddur árið 1973 og hefur þrátt fyrir ungan aldur sannað sig sem listamaður.  Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1993 og stundaði nám í kvikmyndaleikstjórn við Den Danske Filmskole frá 1995 til 1999.  Verk Dags Kára hafa vakið mikla athygli;   útskriftarverkefni hans, Lost Weekend,  sópaði til sín viðurkenningum og kvikmyndin Nói albínói hefur vakið mikla athygli um allan heim. Dagur Kári er nú að ljúka við gerð myndarinnar Voksne Mennesker  (Fullorðið fólk) og er frumsýning á henni áætluð í maí á þessu ári.

Auk þess að leggja stund á kvikmyndalist er Dagur Kári afkastamikill tónlistarmaður, en hann skipar ásamt Orra Jónssyni tvímenningshljómsveitina Slowblow.  Hljómsveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur (Quicksilver Tuna, Fousque og Slowblow)  og samið tónlist fyrir tvær af myndum Dags Kára, Nóa albínóa og Voksne Mennesker. 

Meðal þeirra sem áður hafa hlotið bjartsýnisverðlaunin eru nokkrir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Úr þeirra hópi má nefna Garðar Cortes (1981), Helga Tómasson (1984), Einar Má Guðmundsson (1988), Sigrúnu Eðvaldsdóttur (1992), Karólínu Lárusdóttur (1997), Björku Guðmundsdóttur (1999) og Andra Snæ Magnason (2002).

 Alcan á Íslandi óskar Degi Kára til hamingju með Bjartsýnisverðlaunin og vonar að bjartsýni verði hans leiðarljós í leik og starfi.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar