02.01.2017

Elín Hansdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017

Elín Hans­dótt­ir mynd­list­ar­kona hef­ur hlotið Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­in, sem af­hent voru á Kjar­vals­stöðum í dag. For­seti Íslands, hr. Guðni Th. Jó­hann­es­son, af­henti verðlaun­in, sem eru áletraður grip­ur úr áli frá Straums­vík og ein millj­ón króna í verðlauna­fé.

Íslensku bjart­sýn­is­verðlaun­in eru menn­ing­ar­verðlaun, sem af­hent hafa verið ár­lega frá ár­inu 1981.

Upp­hafsmaður þeirra var danski at­hafnamaður­inn Peter Bröste en ISAL hef­ur verið bak­hjarl þeirra allt frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. For­seti Íslands hef­ur frá upp­hafi verið vernd­ari verðlaun­anna.

Í dóm­nefnd verðlaun­anna eru frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, sem er formaður nefnd­ar­inn­ar, Rann­veig Rist, Þór­unn Sig­urðardótt­ir og Örn­ólf­ur Thors­son.

Elín Hans­dótt­ir er fædd árið 1980. Hún er með BA próf frá Lista­há­skóla Íslands og mag­ister próf frá Berlín-Weis­sen­see lista­há­skól­an­um. 

Hún hef­ur haldið átta einka­sýn­ing­ar á Íslandi, í Berlín, Róm og víðar í Evr­ópu og tekið þátt í tólf sam­sýn­ing­um, meðal ann­ars á Íslandi, í Þýskalandi, Dan­mörku, Spáni, Mar­okkó og Banda­ríkj­un­um. Þá hef­ur hún hannað leik­mynd­ir og bún­inga fyr­ir dans­verk og leik­sýn­ing­ar.

 


« til baka

Fréttasafn