19.01.2018
Opið fyrir umsóknir um sumarstörf
Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarstörf í Straumsvík en árlega eru ráðnir yfir 100 starfsmenn í fjölbreytt störf. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar.
Störfin eru m.a. í kerskála, steypuskála, skautsmiðju, efnisvinnslu, á rannsóknarstofu, í birgðahaldi, verkstæði og á fleiri stöðum. Öll störfin henta jafnt konum og körlum og leggjum við ríka áherslu á öryggi starfsmanna og markvissa þjálfun í upphafi starfstíma. Störfin eru unnin á tímabilinu 15. maí til 1. september.
Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu um störfin hér.
Einnig má komast beint inn á ráðningarngarvef ISAL hér þar sem sækja má um störfin.
« til bakaDeila