01.06.2018

Styrkir til yngri íþróttaiðkenda í Hafnarfirði

Í gær fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar. Úthlutunin fór fram hér í höfuðstöðvum Rio Tinto á Íslandi. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto á Íslandi hf. og Hafnarfjaðarbæjar um stuðning við íþróttastarf yngri iðkenda. Nýr samningur var gerður seint á síðasta ári til þriggja ára og er verðmæti samningsins tæplega 60 milljónir.  Að þessi sinni var úthlutað 12 milljónum króna eða 60% af framlagi ársins vegna iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum og jafnréttishvata. Eftirtalin félög fá stuðning út frá samningi og umsóknum:

 • Fimleikafélag Hafnarfjarðar
 • Fimleikafélagið Björk
 • Knattspyrnufélagið Haukar
 • Sundfélag Hafnarfjarðar
 • Brettafélag Hafnarfjarðar
 • Badmintonfélag Hafnarfjarðar
 • Golfklúbburinn Keilir
 • Hestamannafélagið Sörli
 • Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
 • Siglingaklúbburinn Þytur
 • Íþróttafélagið Fjörður
 • Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar

Samtals fá þessu félög 11 milljónir króna og skiptist eftir fjölda iðkenda hjá hverju félagi fyrir sig.

Loks hljóta Brettafélag Hafnarfjarðar og Badmintonfélag Hafnarfjarðar  500.000kr. hvort í jafnréttishvataverðlaun.

Á myndinni eru fulltrúar þeirra íþróttafélaga sem hlutu styrk að þessu sinni ásamt Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, og Hrafnkeli Marínóssyni, formanni ÍBH.


« til baka