21.08.2019

Opið hús 31. ágúst í Straumsvík

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að byrjað var að framleiða ál á Íslandi efnum við til
opinnar fjölskylduhátíðar í álverinu í Straumsvík laugardaginn 31. ágúst frá klukkan 13:00-17:00.
Fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir.

Dagskránna má sjá í heilu lagi hér en Ronja Ræningjadóttir byrjar klukkan 13:30 og 15:30. Vísinda Villi skemmtir klukkan 14:00 og 16 og að sjálfsögðu kemur lúðrasveit Hafnarfjarðar og spilar klukkan 15:00.

Kassabílar og hoppukastalar verða fyrir börnin.

Í boði verður einstök leiðsögn í rútu um svæðið þar sem færi gefst á að skoða og ganga í gegnum tæknivæddan steypuskálann. Opið verður inn í kerskálann. Við sýnum öll helstu tæki og tól sem notuð eru við framleiðsluna en einnig verður hægt að sjá afurðir okkar. Myndasýningar úr sögu ISAL verða á nokkrum stöðum.

Við bjóðum upp á grillaðar pylsur, kökur, kaffi og gos.

Rútuferðir verða til og frá álverinu frá Haukahúsinu við Ásvelli. Fyrstu rúturnar fara klukkan 13:00 og fara reglulega á milli.

Endilega nýtið ykkur rúturnar til að minnka umferð einkabíla.

Einstakt tækifæri til að sjá tæknivætt álver sem framleitt hefur umhverfisvænt ál í 50 ár.

Hlökkum til að sjá þig.


« til baka