02.01.2020

Hildur Guðnadóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag.  Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.

Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.
   
Hildur Guðnadóttir er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar.  Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín.

Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir 20 hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í  sjónvarpsþáttunum Chernobyl og kvikmyndinni The Joker hlotið mikið lof. Fyrir tónlistina í Chernobyl hlaut Hildur Emmy-verðlaunin og fyrir The Joker er hún tilnefnd til hinna eftirsóttu Golden Globe verðlauna.

Við athöfnina léku Skúli Sveinsson og Ólöf Arnalds en þau hafa verið samstarfsfólk Hildar.

 


Guðni Franz­son, faðir Hild­ar, tók við verðlaun­un­um fyr­ir henn­ar hönd en Hild­ur er stödd er­lend­is vegna tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar