31.05.2021

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL 2020

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL 2020 er komið út. Skýrslan gefur ítarlegt yfirlit yfir starfsemina og þau áhrif fyrirtækið hefur. Við leggjum áherslu á að vinna í sátt við umhverfi og samfélag og gegnir skýrslan lykilhlutverki í að ná því fram.

Í ávarpi forstjóra kemur fram að í kjölfar endurskoðunar Rio Tinto á starfsemi ISAL hafi verið skrifað undir samkomulag við Landsvirkjun í upphafi þessa árs um breytingar á raforkusamningi ISAL sem bætir samkeppnishæfni fyrirtækisins og eyðir óvissu um starfsemina.

Mjög góður árangur náðist í umhverfismálum á síðasta ári. Losun flúoríðs var 0,45 kg á hvert framleitt tonn af áli sem er besti árangur sem náðst hefur frá upphafi. Loftslagsmálin skipta okkur miklu máli og er mikil áhersla lögð á að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Mjög góður árangur náðist og losunin með því lægsta sem þekkist innan áliðnaðar eða 1,51 tonn á hvert framleitt tonn af áli.

Covid-19 faraldurinn setti sitt mark á starfsemina í Straumsvík á liðnu ári. Um leið og faraldurinn braust út var starfsemin öll skipulögð í samræmi við sóttvarnareglur og sýndi starfsfólk ISAL mikinn sveigjanleika og skilning og lagði áherslu á sitt eigið öryggi, heilbrigði og persónulegar smitvarnir. Framleiðslan var einnig aðlöguð breytingum á mörkuðum.

Framleiðsla kerskála var á 85% afköstum annað árið í röð en framleiðslan var 184.459 tonn, samanborið við 183.637 tonn árið á undan. Steypuskáli framleiddi 192.875 tonn en það er nokkru minna en árið á undan. Gæði framleiðsluvörunnar voru einstaklega mikil en eins og áður var sérstök áhersla lögð á gæðamál og góð samskipti við viðskiptavini.

Þótt framleiðslan og starfsemin í heild sinni hafi gengið vel á nýliðnu ári var fjárhagsleg afkoma fyrirtækisins ekki góð. Stærstan hluta ársins var álverð lágt og raforkuverð hátt þótt fyrirtækið hafi fengið sérstakan Covid-19 afslátt frá Landsvirkjun. Tap á rekstrinum var 87 milljónir dollara eða sem svarar 11,8 milljörðum króna

Í vaxandi mæli sjáum við að viðskiptavinir okkar vilja vöru sem framleidd er með ábyrgum hætti með lágu kolefnisfótspori. Í upphafi þessa árs kláraði ISAL fyrri hluta ASI (Aluminium Stewardship Initiative) úttektar. Með ASI vottun getum við sýnt fram á að við framleiðum ál með ábyrgum hætti sem vottað er af þriðja aðila.

Samfélagsskýrsla ISAL og Grænt bókhald gefa skilmerkilegar og gagnlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi ISAL. Skýrslan er unnin samkvæmt viðmiðunarreglum Global Reporting Initiative (GRI). Allar ábendingar um efni skýrslunnar eru vel þegnar. Þeim má koma til skila á vefsvæði okkar, isal.is.

Skýrsluna má finna hér.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar