08.11.2004

Styrkþegar Alcan fá verðlaun í Kína

Tvær íslenskar stúlkur, þær Bryndís Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Kristjánsdóttir, fengu á dögunum fyrstu verðlaun á alþjóðlegri sýningu ungra vísindamanna í Shanghai í Kína fyrir verkefni sem þær kalla vetnishúsið.

Alcan á Íslandi styrkti stúlkurnar til fararinnar og óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Í verkefninu er lögð fram verkfræðileg tillaga um hús sem nýtir sólarorku, vindorku og heitt vatn úr jörðu. Þessir orkugjafar eru nýttir saman til að framleiða rafmagn sem íbúar hússins nota. Umframorkunni er breytt í vetni sem t.d. má nota á heimilisbílinn. Í verkefninu er lögð sérstök áhersla á að hús af þessari gerð sé hægt að byggja í þriðja heiminum þar sem víða er mikill orkuskortur.

Alls tóku 300 aðilar frá 18 löndum þátt í sýningunni, en hún var haldin í tengslum við fjölmenna alþjóðaráðstefnu verkfræðinga. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Anna Sigríður að verkefnið hefði vakið mikla athygli í Kína og þær Bryndís hefðu verið beðnar að kynna það á ráðstefnunni sem 3.000 verkfræðingar víða að úr heiminum sátu.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar