15.04.2005
Nýr vefur opnaður
Nýr vefur Alcan á Íslandi var opnaður í dag, að viðstöddum fjölda starfsmanna í Straumsvík. Boðið var í netkaffi þar sem vöfflur voru á boðstólum og almenn ánægja var með vefinn.
Á vefnum er að finna almennar upplýsingar um fyrirtækið, málminn sem við framleiðum og ýmsan annan fróðleik. Þannig verður t.d. sett á vefinn innan nokkurra daga Álorðasafnið, en það er orðasafn sem áhugasamir geta notað sér til gagns og gamans við þýðingar á málefnum sem tengjast iðnaðinum.
Vefurinn er unninn í samvinnu við ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsið Innn, sem sá um hönnun og forritun. Nýjasta útgáfan af vefstjórnarkerfinu LISA (LISA.net) er notuð til að halda utan um vefinn, uppfæra og bæta.
Við þökkum Innn fyrir samstarfið og óskum okkur sjálfum til hamingju með nýja vefinn!
« til bakaDeila