15.03.2004

Alcan virtasta fyrirtækið á sínu sviði

Alcan Inc., eigandi álversins í Straumsvík, er nú í efsta sæti fyrirtækja í málmiðnaði á lista tímaritsins Fortune yfir virtustu fyrirtæki heims.

 Fortune setur Alcan í fyrsta sæti á sínu sviði og meðal 10 virtustu fyrirtækja í heimi fyrir félagslega ábyrgð. Þetta er annað árið í rös sem Alcan kemst á þann lista, en í fyrra var Alcan í öðru sæti yfir fyrirtæki í málmiðnaði.

"Við hjá Alcan erum mjög ánægð með að vera virtasta fyrirtæki heims í málmiðnaðinum, sér í lagi vegna þess að þessi röðun byggir á umsögnum jafningja okkar," sagði Travis Engen, stjórnarformaður og aðalforstjóri Alcan þegar niðurstaðan lá fyrir. "Síðasta ár var mjög spennandi hjá okkur. Við færðum út starfsemi okkar en það gefur Alcan mikið samkeppnisforskot. Ég tel að þessi einkunn sýni að aðrir leiðtogar í iðnaðinum viðurkenni það."

Á hverju ári býður tímaritið Fortune og ráðgjafafyrirtækið Hay Group 10.000 stjórnendum, forstjórum og verðbréfasérfræðingum að gefa alþjóðlegum fyrirtækjum einkunn á níu sviðum: nýsköpun, fjárhagsstyrk, hæfni mannauðs, nýtingu eigna, langtíma fjárfestingarvirði, félagslegri ábyrgð, gæðum stjórnunar, gæðum vöru og þjónustu og útbreiðslu. Listi tímaritsins er svo byggður á niðurstöðunum sem fást úr þeirri athugun.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar