13.12.2003

Íþróttastyrkir afhentir

Fulltrúar barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna í Hafnarfirði fengu þann 29. desember afhentar 1,6 milljónir króna frá Alcan í Straumsvík, skv. styrktarsamningi sem er í gildi milli fyrirtækisins, Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) og Hafnarfjarðarbæjar.

Að lokinni þessari úthlutun hefur Alcan samtals styrkt barna- og unglingastarf aðildarfélaga ÍBH um 8 milljónir króna frá því samningur um stuðning við félögin var undirritaður fyrir tveimur árum. Á næsta ári mun fyrirtækið leggja íþróttafélögunum til 4 milljónir króna til viðbótar skv. umræddum samningi.


« til baka