27.10.2003

Hilmar Örn fær Bjartsýnisverðlaunin

Íslensku bjartsýnisverðlaunin voru afhent í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar í dag. Verðlaunahafi ársins er Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld, en verðlaunin hlýtur hann fyrir tónsmíðar og metnaðarfullt starf í þágu tónlistar. Alcan á Íslandi er bakhjarl verðlaunanna, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari þeirra og hann afhenti Hilmari Erni verðlaunin.

Hilmar Örn hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir tónlist sína á undanförnum árum. Hann var frumkvöðull í notkun tölva við tónlistarsköpun og ruddi brautina fyrir nýjar hugmyndir í upptökustjórn og útsetningum.

Frá árinu 1987 hefur Hilmar Örn samið tónlist fyrir hátt í 30 kvikmyndir, bæði íslenskar og erlendar, og starfað með kvikmyndaleikstjórum á borð við Henning Carlsen (Pan, 1995), Jane Campion (In the Cut, 2003) og Friðrik Þór Friðriksson (Skytturnar, 1987 - Börn Náttúrunnar, 1991 - Bíódagar, 1994 - Á köldum klaka, 1994 - Djöflaeyjan, 1996 - Englar Alheimsins, 2000 og Fálkar, 2002).

Hilmar Örn hefur einnig unnið með ýmsum tónlistarmönnum að metnaðarfullum og frumlegum verkefnum. Má þar nefna Hrafnagaldur Óðins, sem unninn var í samvinnu hljómsveitarinnar Sigurrósar, Steindórs Andersen kvæðamanns og Hilmars Arnar.

Íslensku bjartsýnisverðlaunin, áður Bjartsýnisverðlaun Bröstes, eru menningarverðlaun sem fyrst voru afhent árið 1981. Þau hafa fyrir löngu áunnið sér virðingu og viðurkenningu enda hafa margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hlotið bjartsýnisverðlaunin. Hilmar Örn er þess fyllilega verðugur að bætast í þann góða hóp.

Meðal þeirra sem áður hafa hlotið bjartsýnisverðlaunin eru Garðar Cortes (1981), Helgi Tómasson (1984), Einar Már Guðmundsson (1988), Sigrún Eðvaldsdóttir (1992), Kristján Jóhannsson (1993), Björk Guðmundsdóttir (1999) og Andri Snær Magnason (2002).


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar