30.05.2003

Stórsýning í Kaplakrika

Stórsýningin Fólk og fyrirtæki 2003 stendur nú yfir í íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði. Alcan er einn aðalstuðningsaðila sýningarinnar, en mjög góð þátttaka er meðal hafnfirskra fyrirtækja.

Sýningarbás Alcan hefur vakið nokkra athygli, enda er hann um margt frábrugðin öðrum. Með ljósmyndum úr ýmsum áttum er bent á, hve víða álið er víða notað og í miðju bássins er lítið líkan af fjallinu Keili. Með því er vísað til þess, að ál er að finna í flestum bergtegundum, öllum leirtegendum og þ.a.l. í flestum fjöllum. Því til viðbótar vill svo skemmtilega til, að Keilir líkist mjög fyrirtækjamerki Alcan.

Þá geta gestir tekið þátt í léttum spurningaleik og freistað þess að vinna helgarferð til Kaupmannahafnar. Hægt er að nálgast spurningarnar með því að smella hér, en aðeins verður tekið við útfylltum svarblöðum á sýningunni sjálfri.

Fjölmörg skemmtiatriði verða á boðstólum um helgina, bæði fyrir börn og fullorðna. Sérstök athygli er þó vakin á listflugi Arngríms Jóhannssonar, sem hyggst sýna listir sínar fyrir ofan Kaplakrika kl. 12 og kl. 20 á laugardaginn ef veður leyfir.


Opnunartímar sýningarinnar eru þessir:
Föstudagurinn 30. maí: Frá kl. 16 til 22
Laugardagurinn 31. maí: Frá kl. 12 til 22
Sunnudagurinn 1. júní: Frá kl. 12 til 22


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar