17.10.2002

3 milljónir tonna framleiddar

Frá því álframleiðsla hófst í Straumsvík árið 1969 hafa alls verið framleiddar 3 milljónir tonna af áli í verksmiðjunni. Þessi merki áfangi náðist í lok september og sérstaklega var haldið upp á tímamótin.

Árleg framleiðslugeta álversins var í upphafi 33 þúsund tonn. Verksmiðjan hefur verið stækkuð fjórum sinnum síðan þá og er framleiðslugetan nú um 170 þúsund tonn á ári.« til baka