24.06.2002

Hagnaður 2001

Hagnaður ISAL eftir skatta árið 2001 var 2,6 milljarðar króna. Velta fyrirtækisins nam 26,6 milljörðum króna og skattgreiðslur ISAL vegna ársins 2001 voru rúmar 900 milljónir króna. Framleiðslumet var slegið enn eitt árið þar sem 168.276 tonn af áli voru framleidd í kerskálunum á s.l. ári. Útflutningsverðmæti framleiðslunnar nam um 13,5% af heildarverðmæti útfluttra vara frá Íslandi árið 2001.

Við síðustu stækkun verksmiðjunnar, árið 1997, var árleg framleiðslugeta álversins áætluð 162.000 tonn. Framleiðsla síðasta árs var hins vegar 4% hærri, enda hefur með sértækum aðgerðum tekist að auka framleiðsluna verulega og stefnt er að enn meiri framleiðslu á þessu ári.

Afkoma ársins 2001 er ein sú besta í sögu fyrirtækisins, þrátt fyrir að álverð hafi verið lágt. Meðalverð ársins var 1456 USD/pr tonn af áli á heimsmarkaði, 111 dollurum lægra en árið 2000. Skýringar á góðri afkomu felast því fyrst og fremst í góðum tæknilegum rekstri verksmiðjunnar og aukinni framleiðslu. Gengisþróun hafði einnig jákvæð áhrif á rekstrarreikning, þó minni en gengissveiflur gefa tilefni til að ætla þar sem stór hluti rekstrarkostnaðar ISAL er greiddur í erlendri mynd; aðallega dollurum og evrum.

Horfur fyrir þetta ár eru góðar, þótt álverð hafi enn lækkað frá því í fyrra. Reiknað er með að verðið fari að hækka að nýju á seinni hluta þessa árs og spurn eftir áli aukist með bættu efnahagsástandi víða um heim.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar