25.02.2002

Mikil ásókn í sumarstörf hjá ISAL

Á sjöunda hundrað umsókna um sumarstörf hafa nú borist ISAL, en auglýst var eftir sumarfólki í lok janúar. Mikið verk er því framundan við að yfirfara umsóknirnar og velja í framhaldinu sumarstarfsmenn úr hópi umsækjenda. Vonir standa til að því getið lokið fyrir páska, en umsækjendur geta ekki búist við svarbréfi fyrr en þá.

Sjaldan hafa umsóknir um sumarstörf verið fleiri en nú og er það ánægjulegt hve margir sýna því áhuga að starfa hjá ISAL. Einnig er ánægjulegt hve margir þeirra sem störfuðu hjá ISAL sumarið 2001 hafa sótt aftur um sumarstarf.« til baka