14.02.2002

Vefur ISAL nefndur til verðlauna

Félag íslensks markaðsfólks, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, efnir nú í sextánda sinn til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins. Keppt er í 11 flokkum og er t.d. valin athyglisverðasta dagblaðaauglýsingin, útvarpsauglýsingin, auglýsingaherferðin, kvikmyndaða auglýsingin o.s.frv.

Einnig verður valinn athyglisverðasti vefur fyrirtækis og er vefur ISAL, www.isal.is, meðal þeirra fimm sem útnefndir eru. Hinir vefirnir eru:

www.birtingur.is
www.caoz.com
www.dominos.is
www.thecaterpillar.com

Val dómnefndar á athyglisverðasta vef ársins 2001 verður kunngjört á íslenska markaðsdeginum, þann 22. febrúar nk.


« til baka

Fréttasafn