Stefna fyrirtækisins
Hlutverk okkar er að framleiða hágæða ál með hámarksarðsemi í samræmi við óskir viðskiptavina og þannig að heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismál séu höfð í fyrirrúmi. Fyrirtækið einsetur sér að vera í fremstu röð í allri starfsemi sinni, að hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi og að starfa ávallt í sátt við umhverfi og samfélag.
Reksturinn byggir á framúrskarandi starfsfólki þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Við fylgjum lögum og reglum og uppfyllum siðareglur Rio Tinto. Framtíðarsýn okkar er að tryggja vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækisins til lengri tíma.
Stefnan hverfist um fimm atriði:
-
Skaðlaus vinnustaður
-
Öflug liðsheild
-
Verðmætasköpun
-
Samstarfsaðilar
-
Vöxtur
Stefnuna má sjá hér.
Gildi ISAL eru:
-
UHYGGJA
-
HUGREKKI
-
FRAMSÆKNI