28.11.2006

Samfélagssjóður - Umsóknarfrestur rennur út 14. desember

Áætlað er að næsta úthlutun úr Samfélagssjóði Alcan fari fram fyrir jól og þurfa umsóknir um styrki úr sjóðnum að hafa borist fyrir 14. desember.  

Við hvetjum alla þá sem vinna að uppbyggjandi samfélagsmálum að senda okkur umsókn, ef þeir telja verkefnin falla að reglum Samfélagssjóðs Alcan sem má finna með því að smella hér.

Á undanförnum árum höfum við efnt til samstarfs við fjölmarga sem unnið hafa þarft og fórnfúst verk í samfélaginu.  Við erum stolt af því að hafa getað lagt þessum aðilum lið og væntum þess að margar spennandi umsóknir berist okkur fyrir þá úthlutun sem er framundan.

Umsóknir skal stíla á:

Samfélagssjóður Alcan
Straumsvík
Pósthólf 244
222 Hafnarfjörður


« til baka

Fréttasafn