Hátækni
Hátæknilegur og flókinn búnaður stýrir öllu framleiðsluferli ISAL. Álverið er þannig hátæknifyrirtæki og í raun gott dæmi um hvernig rótgrónir atvinnuvegir geta nýtt sér það besta sem tölvu- og tæknisamfélagið býður upp á til að auka afköst og gæði framleiðslunnar.
Almenn umræða um stóriðju undanfarin ár hefur einkennst af ranghugmyndum, bæði um málminn sjálfan og framleiðslu á honum. Þannig halda margir að álverið sé frumstæð verksmiðja sem hafi lítið breyst í áranna rás en svo er alls ekki. Tækniframfarir hafa verið miklar og í fyrirtækinu hefur orðið til mikil þekking, hugvit og kunnátta sem hefur leyst handaflið af hólmi.
Þessar staðreyndir hafa ráðið mestu um góðan árangur okkar á ýmsum sviðum undanfarin ár. Auk góðs árangurs í umhverfis- og öryggismálum má nefna sífellt aukna framleiðslu sem í dag er 20% meiri en verksmiðjan er hönnuð til að framleiða. Það gerist ekki af sjálfu sér og ekki án tækni- og verkþekkingar.
Hjá okkur er þekkingin eitt af hráefnunum og færnin í að vinna með hana skapar okkur verðmæti.
Vissir þú að ..
- Hátæknilegur og flókinn búnaður stýrir öllu framleiðsluferli álversins.
- Meðallaun starfsmanna eru mun hærri en meðallaun í landinu.
- Við erum einn stærsti útflytjandi af vörum frá Íslandi.
- Starfsmenn eru tæplega 400