Gæðastjórnun

Gæðastjórnun er mikilvægur hlekkur í rekstri ISAL en móðurfélagið, Rio Tinto, leggur ríka áherslu að þróa og viðhalda skilvirku og gegnsæju stjórnkerfi til að aðstoða stjórnendur og aðra starfsmenn að uppfylla stefnu fyrirtækisins.

Hjá ISAL er starfandi gæðastjóri sem heldur utan um allt sem snýr að gæðastjórnun fyrirtækisins og vottanir þess.

ISAL er með samþætt stjórnkerfi gæða-, heilbrigðis-, öryggisog umhverfismála, vottað samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001 ásamt því að vera með vottað jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85 staðlinum. Fyrirtækið er ennfremur með ASI vottun. Markvissar stöðugar umbætur og straumlínustjórnun eru jafnframt ein af meginstoðum fyrirtækisins. Atvik og frávik eru skráð og grunnástæður í rót þeirra greindar. Áhættugreiningar eru framkvæmdar með tilliti til reksturs, umhverfis, heilbrigðis, öryggis og samfélags. Við leggjum okkur fram við að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Þá er markmið okkar ánægðir viðskiptavinir sem líta á ISAL sem fyrsta valkost.

 

 

Alcan er handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna 2005