Mannréttindi

 

Rio Tinto virðir og styður velsæld og mannréttindi alls fólks í þeim samfélögum sem við búum í og vinnum, starfsfólks okkar og annarra. Við leitum tækifæra til að styðja við og hafa jákvæð áhrif á mannréttindi. Það þýðir að við leggjum áherslu á fólk og réttindi þess í allri ákvarðanatöku okkar. 

Við væntum þess að samstarfsaðilar okkar og fyrirtæki sem við eigum í samstarfi við virði alþjóðlega viðurkennd mannréttindi. Við væntum þess einnig að birgjar okkar og verktakar virði alþjóðlega viðurkennd mannréttindi.

ISAL framkvæmir sérstakt áhættumat og greiningu á því hvernig starfsemi okkar getur haft áhrif á mannréttindi, samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum mælikvörðum. Áhættumatið er yfirfarið og endurmetið á hverju ári með það fyrir augum að styðja við áherslur  í mannréttindamálum.

Nánari upplýsingar um stefnu og áherslur Rio Tinto í mannréttindamálum má finna á vefsíðu móðurfélagsins hér.

Siðareglur fyrirtækisins, Þannig vinnum við, taka einnig til mannréttinda og hvernig við hegðum okkur í samræmi við gildi. Siðareglurnar má finna hér.