Aðrir umhverfisþættir

Meðöndlun úrgangs árið 2004Markviss flokkun
Til að stuðla að markvissri flokkun úrgangsefna og þannig draga úr urðun rekur fyrirtækið sína eigin gámastöð á athafnasvæðinu í Straumsvík. Með tilkomu stöðvarinnar hefur óflokkaður úrgangur minnkað og í samráði við birgja hefur einnig verið dregið mjög úr umbúðanotkun. Spilliefnum er safnað sérstaklega og þau eru síðan send til eyðingar.

Endurvinnsla og endurnýting
Meirihluti úrgangs sem til fellur er endurunninn eða endurnýttur og sífellt er nýrra leiða leitað til að draga úr urðun. Allar skautleifar eru sendar til framleiðenda og notaðar við framleiðslu á nýjum skautum, matar- og garðaúrgangi er safnað saman og notaður til moltugerðar.  

Frárennsli
Frárennslisvatn á svæðinu er hreinsað með tvennum hætti áður en það er leitt í sjó - annars vegar í rotþróm og hins vegar í olíugildrum eftir því sem við á. Viðurkenndir aðilar hafa reglulegt eftirlit með rotþrónum og olíugildrunum og tæma þær eftir þörfum. Viðmiðunarmörk fyrir olíu í frárennsli í útrásum 15 mg/l, en árlega eru tekin sýni úr öllum útrásum. Styrkur olíu í frárennsli hefur um árabil mælst vel undir viðmiðunarmörkum.

Hávaði
Til að fylgjast með því hvort hávaði frá verksmiðjunni sé innan viðmiðunarmarka er hann mældur á 14 mælipunktum á lóðamörkum álversins. Helstu hávaðauppsprettur eru löndunarbúnaður og þurrhreinsistöðvar og eru mælingar framkvæmdar meðan löndun er í gangi. Viðmiðunarmörk hávaða við lóðamörk eru 70dB og voru allar mælingar árið 2004 innan þeirra marka.

Okkar áherslur

  • Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
  • Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
  • Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
  • Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.