Lofttegundir
Við erum stolt af góðum árangri okkar í umhverfismálum og þar er losun lofttegunda ekki undanskilin. Okkar aðgerðum er ætlað að koma í veg fyrir að flúorgas og ryk frá kerskálum fari út í andrúmsloftið og stuðla að því að slík efni haldist í vinnslurásinni. Þetta er gert með þurrhreinsibúnaði í hæsta gæðaflokki og er árangurinn hér með því besta sem þekkist.
Þurrhreinsun á afgasi frá kerum er viðurkennd sem besta fáanlega tæknin til að hreinsa flúor úr lofti. Með henni náum við að hreinsa að meðaltali yfir 99,5% af flúornum og raunar er árangurinn í nýjustu þurrhreinsistöðinni yfir 99,9%.
Frábær árangur hefur einnig náðst við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með góðum og jöfnum kerrekstri hefur dregið stórlega úr myndun flúorkolefna og dregið hefur verið úr notkun jarðefnaeldsneytis á ýmsum sviðum fyrirtækisins.
Okkar áherslur
- Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
- Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
- Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
- Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
- Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.